
Dynamics AX leyfismál
Microsoft Dynamics 365 F&O
Kæru viðskiptavinir,
M7, ráðgjafafyrirtæki, fagnar nú þeim áfanga að geta boðið viðskiptavinum sínum að halda utan um leyfismál þeirra á móti Microsoft. Við erum í skýjunum yfir því og vonum að þið verðið það líka.
Eftir að hafa stigið varlega til jarðar og fylgt hverju skrefi og reglum sem Microsoft krefur samstarfsaðila sína í leyfismálum um, erum við fullbúin til að halda utan um og þjónusta öll Axapta leyfismál fyrir okkar viðskiptavini.
Einn þjónustuaðili – einfaldara ferli
Einn stærsti ávinningurinn af því að vera með leyfismál AX hjá sínum þjónustuaðila er sá að þjónustuaðilinn getur, fyrir hönd viðskiptavinarins, séð um öll samskipti við Microsoft.
Í því felst meðal annars að:
• stofna þjónustubeiðnir sem þurfa flýtimeðferðir hjá Microsoft
• halda utan um grunna
• bæta við og fækka notendaleyfum
• fá viðeigandi aðstoð frá Microsoft ef þurfa þykir
Með því að setja leyfismálin í hendur M7 spörum við þér tíma og fyrirhöfn.
Hafðu samband til að fá ráðgjöf varðandi leyfismál