Sjálfbærnistefna M7 ehf.


Umhverfisleg viðmið


M7 ehf. hefur lagt áherslu á að meta og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi félagsins kann að hafa á umhverfið.
Með hliðsjón af þessu einsetur félagið sér að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda tengdri starfsemi hans, minnka orkunotkun og lækka hlutfall óflokkaðs úrgangs sem hlýst af starfseminni.


Félagsleg viðmið


M7 ehf. leggur áherslu á jafnrétti, fjölbreytileika og víðtæka þátttöku í öllu sínu starfi.

Jafnlaunastefna félagsins leggur áherslu á að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli kynja við launaákvarðanir auk þess sem félagið setur sér að tryggja að sem jafnast kynjahlutfall sé á meðal stjórnenda.

M7 ehf. leggur áherslu á virðingu fyrir mannréttindum og að eiga ekki viðskipti sem tengjast við hvers konar mannréttindabrot, t.d. mismunun á grundvelli kyns, trúar eða kynþáttar, misrétti á vinnumarkaði auk þrælkunar- og barnavinnu.

M7 ehf. leggur áherslu á að skapa gott starfsumhverfi og setur heilbrigði og öryggi í forgang.

Öllu starfsfólki M7 ehf. stendur til boða úrræði við að koma upplýsingum um óviðeigandi háttsemi á framfæri með nafnlausum hætti.

M7 ehf. tekur virkan þátt í því samfélagi sem það er þátttakandi í hverju sinni með ýmiskonar styrkjum og þátttöku viðburða er styrkja samfélagið til lengri tíma.


Stjórnarhættir


Stjórn M7 hef. hefur einsett sér að vera framúrskarandi í góðum stjórnarháttum og að stjórnarhættir félagsins samræmist því regluverki sem um starfsemina gildir, alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum og bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.
Góðir stjórnarhættir og innra skipulag félagsins skulu stuðla að skilvirkri og varfærinni stjórn og að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra.

Með þessum skuldbindingum hlítir félagið viðeigandi reglum um stjórnarhætti, s.s. kröfum laga, leiðbeiningum um stjórnarhætti, öðrum viðeigandi reglum og tilmælum frá eftirlitsaðilum.