Sérfræðingar í Microsoft Dynamics lausnum

M7 veitir sérfræðiráðgjöf, greiningar á ferlum og forritun í Microsoft Dynamics lausnum. M7 er með breiðan hóp af reynslumiklum sérfræðingum sem ná yfir öll svið Dynamics lausna og almenna ferla í rekstri fyrirtækja.

Sérfræðingar okkar leggja mikla áherslu á að veita skjóta þjónustu þar sem jafnvel er komið á staðinn samdægurs, sé þess óskað.

Dynamics 365 sameinar öll bestu viðskiptaforrit Microsoft til að hjálpa þér að hámarka árangur og mæta breytilegum þörfum viðskiptavina þinna.

Með Power BI frá Microsoft hefur þú aðgang að greiningarhugbúnaði fyrir öll fyrirtæki, samhæfð við Dynamics 365.

Microsoft Azure býður upp á fjölbreytta þjónustu m.a. fullbúið sýndargagnavinnslukerfi, gagnabanka, skjalageymslu og þjónustu fyrir farsíma og vefforrit.

Hafir þú einhverjar spurningar sendu okkur fyrirspurn og svörum að vörmu spori.

Okkar sérsvið

Innleiðingar

Með öflugu verkefnaskipulagi, sem byggir á Microsoft Sure Step aðferðafræðinni, getum við metið nákvæmlega þínar þarfir og þannig haldið utan um framgang verkefna. Fylgt er eftir að verkefnum sé lokið á skilvirkan hátt en allt ferlið er skjalað sem tryggir að engar kröfur falla í gegnum sprungurnar.

Endurbættir verkferlar

Innleiðingar geta verið flóknar og kostnaðarsamar. M7 hefur reynslu af því að koma inn í verkefni á öllum stigum, allt frá þarfagreiningu til eftirvinnslu verkefna. Oft fara innleiðingar ekki eins og áætlað var en sérfræðingar okkar koma verkefnunum á rétt skrið.

Uppfærslur

Okkar teymi af ráðgjöfum og forriturum hafa mikla reynslu af uppfærslum í öllum útgáfum af Dynamics AX, allt frá útgáfu 1.0 til Microsoft Dynamics AX 2012 R3 og nú nýjustu útgáfuna Dynamics 365 F&O. Sérfræðingar okkar gera þér tilboð í kóða og gagnauppfærslu, sérsniðið að þínum rekstri.

Vöruþróun

Við hjá M7 höfum reynslu af því að setja saman hæf teymi með fjölbreytta þekkingu sem sérhæfa sig í þróun fyrir allar útgáfur af Dynamics AX. Farið er  ítarlega með þér í gegnum þínar þarfir og ferla til þess að tryggja að öllum kröfum sé mætt.

Þjónusta

M7 býður upp á ýmsar leiðir í þjónustu við sína viðskiptavini. Meðal annars er boðið upp á að vera með fasta viðveru í styttri eða lengri tíma eftir þörfum hvers fyrirtækis. Sérfræðingar M7 leggja mikið upp úr því að veita skjóta þjónustu, þar sem áhersla er lögð á að leysa verkefnin hratt og örugglega.

Hraðavandamál

Ef kerfið er ekki að vinna á fullri getu getur það orsakað hægagang og tafir í daglegum rekstri. Eftir að sérfræðingar okkar hafa gert greiningu á kerfinu mun það ekki aðeins keyra á sinni bestu getu heldur einnig auka frammstöðu og skilvirkni daglegra notenda.