Fréttir

Fréttir

13 Jun, 2024
M7 hefur enn eitt árið verið í efstu sætum lista VR yfir Fyrirmyndarfyritæki og Fyrirtæki ársins. Á lista yfir öll fyrirtæki í könnun VR sem eru 211 er M7 í fjórða sæti. VR leggur upp með að meta ánægju starfsmanna í fyrirtækjunum sjálfum. Allir starfsmenn M7 svöruðu könnun VR í ár, 100% svörun hjá okkar fólki. M7 hefur frá stofnun gert sér far um að bjóða uppá framúrskarandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi. Viðurkenning VR staðfestir þann metnað og vinnu sem M7 stendur fyrir í þessum efnum. Vinnustaðurinn er þó fyrst og síðast starfsfólkið sjálft og sú menning sem það skapar. Við erum afar stolt að hafa fengið þessa viðurkenningu.
13 Jun, 2024
M7-lausnum í D365 F&O fjölgar stöðugt. Núþegar hefur M7 skrifað lausnir eins og M7-Rafræn Bankasamskipti, M7-Samþykktarkerfi og App. Auk þess höfum við lokið við að skrifa lausnir fyrir rafræna reikninga og Þjóðskrá. Árangursríkt samstarf við okkar viðskiptavini gerir okkur mögulegt að þróa og aðlaga þessi kerfi því sem best gerist í heimi fjárhagskerfa. Endurgjöf, kröfur og væntingar viðskiptavina okkar er gríðarlega mikilvægt í allri þróunn hjá okkur. Lausnirnar eru í stöðugri uppfærslu og nýjungar bætast við í takt við breytingar hjá Microsoft D365 F&O og breytilegar þarfir viðskiptavina. Sannarlega lifandi lausnir.
13 Jun, 2024
Hjá M7 bætist stöðugt í fjölda starfsmanna. Nýlega hófu störf hjá fyrirtækinu þrír forritarar, þau Ásta Ægisdóttir, Emil Þór Emilsson og Pálmi Örn Pálmason. Öll hafa þau áralanga reynslu af Microsoft Dynamics AX og D365 Finance & Operation. Auk reynslu af þróun sértækra lausna í fjárhagskerfum. Þau eru öll með langa og mikla reynslu sem spannar samanlegt meira en 50 ár, hálfa öld. Það er mikill fengur að fá slíka liðsfélaga nú þegar vaxandi eftirspurn fyrirtækja er um uppfærslur, séraðlagnir og nýjungar í fjárhagskerfum sínum. Þau eru öll boðin velkomin til starfa.
Eftir Gabrielle Johnson 13 Jun, 2024
M7 skrifaði nýlega samþættingu í AX-kerfi fyrir KFC sem ákvað að bjóða uppá heimsendingar. Það tryggði að nú geta landsmenn keypt sér KFC (stundum kallað Kjúklingur-Franskar-Coke) með heimsendingu. Þetta voru mikil tímamót hjá KFC á Íslandi. Samstarf M7 við KFC við útfærsluna var afar skemmtileg. Kerfið sem M7 skrifaði tryggði að pantanir bárust milli alls ótengdra kerfa og til viðskiptavina KFC. Allt skráð samstundis í AX kerfið. Það besta við samstarfið þótti forriturum okkar að getað prufu pantað kjúklingabita sem birtust á ljóshraða við skrifborð forritaranna. KFC á Íslandi er með fleiri spennandi verkefni sem ráðgjafar okkar eru að vinna að og ekki er tímabært að segja frá að svo stöddu, eins og sagt er. KFC er búið að vera 44 ár á Íslandi eða síðan 1980 – á hvaða aldri varst þú þá!
09 Apr, 2024
Innleiðingar Með öflugu verkefnaskipulagi, sem byggir á Microsoft Sure Step aðferðafræðinni, getum við metið nákvæmlega þínar þarfir og þannig haldið utan um framgang verkefna. Fylgt er eftir að verkefnum sé lokið á skilvirkan hátt en allt ferlið er skjalað sem tryggir að engar kröfur falla í gegnum sprungurnar. Endurbættir verkferlar Innleiðingar geta verið flóknar og kostnaðarsamar. M7 hefur reynslu af því að koma inn í verkefni á öllum stigum, allt frá þarfagreiningu til eftirvinnslu verkefna. Oft fara innleiðingar ekki eins og áætlað var en sérfræðingar okkar koma verkefnunum á rétt skrið. Uppfærslur Okkar teymi af ráðgjöfum og forriturum hafa mikla reynslu af uppfærslum í öllum útgáfum af Dynamics AX, allt frá útgáfu 1.0 til Microsoft Dynamics AX 2012 R3 og nú nýjustu útgáfuna Dynamics 365 F&O. Sérfræðingar okkar gera þér tilboð í kóða og gagnauppfærslu, sérsniðið að þínum rekstri. Vöruþróun Við hjá M7 höfum reynslu af því að setja saman hæf teymi með fjölbreytta þekkingu sem sérhæfa sig í þróun fyrir allar útgáfur af Dynamics AX. Farið er ítarlega með þér í gegnum þínar þarfir og ferla til þess að tryggja að öllum kröfum sé mætt. Þjónusta M7 býður upp á ýmsar leiðir í þjónustu við sína viðskiptavini. Meðal annars er boðið upp á að vera með fasta viðveru í styttri eða lengri tíma eftir þörfum hvers fyrirtækis. Sérfræðingar M7 leggja mikið upp úr því að veita skjóta þjónustu, þar sem áhersla er lögð á að leysa verkefnin hratt og örugglega. Hraðavandamál Ef kerfið er ekki að vinna á fullri getu getur það orsakað hægagang og tafir í daglegum rekstri. Eftir að sérfræðingar okkar hafa gert greiningu á kerfinu mun það ekki aðeins keyra á sinni bestu getu heldur einnig auka frammstöðu og skilvirkni daglegra notenda.
Sjá fleiri fréttir
Share by: