Blog Layout

Árið 2025 – Hvað gerist á árinu? Svarið er hér

7. janúar 2025

Áramótaspá M7

Gleðilegt ár kæru lesendur.  Allt er komið í fullann gang hjá okkur í M7 eftir hátíðarnar.  Um áramót er kærkomið að velta fyrir sér komandi ári. Við hjá M7 horfum til framtíðar.   


Áramótaspáin okkar er þessi: 


  • Fjöldi viðskiptavina mun uppfæra í D365 Finance and Operation 
  • Sjálfvirkni í vöruhúsum og bókhaldi fyrirtækja verður fyrirferðamikil 
  • Nýjar lausnir gervigreindar og ýmisskonar virkni til hagræðingar verða innleiddar hjá viðskiptavinum M7 og stór hluti mannlegs innsláttar mun hverfa 
  • Krafa um aukna skilvirkni, hraða og öryggi verður aukin til allra bókhaldskerfa 



Úti í hinum stóra heimi eru spádómar um að á árinu 2025 muni gervigreindin taka við ýmsum verkefnum.  Verkefni sem við höfum hingað til talið aðeins á færi mannlegar hegðunar og hugsunar.  Grevigreindin er að verða betri og betri í að skoða gögn, greina gögn og finna teikna út lógíska hegðun út frá gögnunum og finna þá hratt hegðun í þeim sem ekki fellur undir þessa lógísku hegðun og benda á þau tilvik, þannig getur gervigreindin t.d. hjálpað til við að finna tekjuleka eða kostnaðarleka. 


Bilið þarna á milli tækni og mennsku, verður stöðugt minna.  Og stutt í rauntímaákvarðanir gervigreindar á öllum mögulegum sviðum. Við munum stöðugt þurfa að vera á varðbergi yfir því sem við sjáum og heyrum. Orðatiltækið „að trúa ekki sínum eigin augum“ verður mikið notað árið 2025. 


Two robots are sitting on a conveyor belt in a warehouse.
28. mars 2025
Vélmenni vinna verkið
17. mars 2025
M7 og viðskiptavinir fara á ráðstefnu í maí 2025
A large blue and white ship is floating on top of a body of water.
24. febrúar 2025
Björgun innleiðir D365 F&O
A person is typing on a laptop computer.
11. desember 2024
M7 og Microsoft svara því hér í þessari grein
Two men are standing in front of a shelf with figurines on it.
12. nóvember 2024
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Viðurkenning 2021-2024
30. október 2024
Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri 2024
A large warehouse filled with lots of boxes and pallets.
7. október 2024
Forritarnir okkar eru komnir á fullt í spennandi verkefni fyrir viðskiptavin sem ætlar að sjálfvirknivæða vöruhúsið hjá sér. Nota vélmenni og sjálfvirkar tínslur, til þess að spara pláss og auka hraðann á afgreiðslu til viðskiptavina sinna. Okkar fólk í M7 er að samþætta vöruhúsakerfið við AX-kerfið og tryggja gott flæði á milli þessara ólíku kerfa. Það er greinilega vaxandi áhugi á sjálfvirknivæðingu enda er margþættur sparnaður sem hlýst af slíku fyrirkomulagi. Vélmenni í vöruhúsum hafa í fjölda ára verið við störf í útlöndum. En nú er áhuginn að aukast á þessu á Íslandi. Ráðgjafar okkar eru alltaf til í spjall - viltu vélmannað vöruhús?
13. júní 2024
M7 hefur enn eitt árið verið í efstu sætum lista VR yfir Fyrirmyndarfyritæki og Fyrirtæki ársins. Á lista yfir öll fyrirtæki í könnun VR sem eru 211 er M7 í fjórða sæti. VR leggur upp með að meta ánægju starfsmanna í fyrirtækjunum sjálfum. Allir starfsmenn M7 svöruðu könnun VR í ár, 100% svörun hjá okkar fólki. M7 hefur frá stofnun gert sér far um að bjóða uppá framúrskarandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi. Viðurkenning VR staðfestir þann metnað og vinnu sem M7 stendur fyrir í þessum efnum. Vinnustaðurinn er þó fyrst og síðast starfsfólkið sjálft og sú menning sem það skapar. Við erum afar stolt að hafa fengið þessa viðurkenningu.
Tveir menn sitja við borð með fartölvur og tala saman.
13. júní 2024
M7-lausnum í D365 F&O fjölgar stöðugt. Nú þegar hefur M7 skrifað lausnir eins og M7-Rafræn Bankasamskipti, M7-Samþykktarkerfi og App. Auk þess höfum við lokið við að skrifa lausnir fyrir rafræna reikninga og Þjóðskrá. Árangursríkt samstarf við okkar viðskiptavini gerir okkur mögulegt að þróa og aðlaga þessi kerfi því sem best gerist í heimi fjárhagskerfa. Endurgjöf, kröfur og væntingar viðskiptavina okkar er gríðarlega mikilvægt í allri þróunn hjá okkur. Lausnirnar eru í stöðugri uppfærslu og nýjungar bætast við í takt við breytingar hjá Microsoft D365 F&O og breytilegar þarfir viðskiptavina. Sannarlega lifandi lausnir.
13. júní 2024
Hjá M7 bætist stöðugt í fjölda starfsmanna. Nýlega hófu störf hjá fyrirtækinu þrír forritarar, þau Ásta Ægisdóttir, Emil Þór Emilsson og Pálmi Örn Pálmason. Öll hafa þau áralanga reynslu af Microsoft Dynamics AX og D365 Finance & Operation. Auk reynslu af þróun sértækra lausna í fjárhagskerfum. Þau eru öll með langa og mikla reynslu sem spannar samanlegt meira en 50 ár, hálfa öld. Það er mikill fengur að fá slíka liðsfélaga nú þegar vaxandi eftirspurn fyrirtækja er um uppfærslur, séraðlagnir og nýjungar í fjárhagskerfum sínum. Þau eru öll boðin velkomin til starfa.
Fleiri færslur
Share by: