Undanfarna mánuði hefur M7 í nánu samstarfi við Byko og Element Logic, innleitt hátæknilausnir í nýju vöruhúsi Byko að Miðhrauni í Garðabæ.
Autostore uppsetning í vöruhúsinu er sjálfvirk lausn fyrir vörslu og tínslu á vörum fyrir verslanir og viðskiptavini Byko. Þar sem róbottar/vélmenni ráða ríkjum. Vöruhúsateymi M7 sá um samþættingu og aðlaganir í Dynamics AX2012 til að mæta þörfum nýja kerfisins og tyggja fulla virkni.
Steinn Guðni Einarsson vöruhússtjóri segir: „Samstarfið við sérfræðinga M7 hefur verið frábært. Það var áskorun fyrir okkur að takast á við nýja framsetningu og vinnu í vöruhúsinu þar sem sjálfvirknin ræður ríkjum. Núna þegar kerfið er komið í gagnið og starfsemin okkar hefur aðlagast, er kominn miklu meiri hraði, yfirsýn og frábært skipulag.“ Nýja vöruhúsakerfið mun annast fjölbreytta vöruflokka og annast á bilinu tíu til tuttugu þúsund vörunúmer.
Við óskum Byko til hamingu með nýja kerfið og þökkum fyrir afar ánægjulegt samstarf í þessu verkefni.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.