Afhverju uppfæra úr AX í Dynamics D365 Finance & Operation?
Helstu ástæður uppfærslu eru:
Dynamics AX2009 og AX2012 hafa ekki lengur stuðning frá Microsoft, þeim stuðningi (end of support) lauk í október 2021 fyrir AX 2009 og janúar 2023 fyrir AX2012. Það þýðir til að mynda engar öryggisuppfærslur þessara eldri kerfa eru í boði lengur. Aðrar ástæður sem knýja viðskiptavini okkar til uppfærslu eru atriði eins og skýjavæðing á vörslu gagna og kerfis. D365 F&O er skýjalausn frá Microsoft, það þýðir að notendur eru alltaf með nýjustu útgáfu kerfisins í notkun, reglubundnar uppfærslur koma frá Microsoft og tryggja nýjustu öryggisstaðla.
Nýtt og nútímalegt viðmót í vafra leysir af eldra viðmót, og auðveldar alla notkun. Öryggi kerfisins er tekið á enn hærra stig með nýrri nálgun Microsoft í hönnun þeirra þátta. Samþættingarmöguleikar D365 F&O við önnur kerfi Microsoft er líka afar auðveld og allt gert til að nýta önnur vinnutól og kerfi frá Microsoft samhliða.
Þetta hafa margir af okkar viðskiptavinum okkar séð sem mikinn kost. Eitt af aðalsmerkjum kerfisins er síðan lægri rekstrarkostnaður en í eldri kerfum.
Hagræðing í rekstri kerfisins tengist hýsingarkostnaði og vörslu gagna sem sífellt verður umfangsmeiri.
Við hjá M7 mælum með og tökum að okkur að uppfæra okkar viðskiptavini í D365 F&O.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.