Um okkur

Þjónusta og ráðgjöf

um okkur

fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

M7 er leiðandi á íslenskum markaði í rekstri, ráðgjöf og þróun Microsoft D365 F&O, AX og PowerPlatform lausna.  Sérfræðingar okkar eru í fararbroddi þegar kemur að þróun viðskiptakerfa og hafa áratuga reynslu. Við leyfum okkur að hugsa út fyrir boxið með viðskiptavinum okkar, með hag þeirra að leiðarljósi. 


Hugbúnaðarþróunin okkar þróar séraðlagnir eftir óskum viðskiptavina og M7-lausnirnar eru séríslenskar lausnir sem fjöldi fyrirtækja notar í dag. Þessar lausnir eru að skapa samkeppnisforskot, hagræðingu og betri yfirsýn hjá okkar viðskiptavinum. 


M7 ehf er á lista íslenskra stjórnvalda yfir samfélagslega mikilvæga innviði vegna stöðu okkar á íslenska markaðnum. Við höfum frá stofnun verið á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki auk þess að vera Fyrirtæki Ársins 2022 og 2023 og efstu sætum þess lista 2024.  Starfsmenn okkar eru vottaðir, og við erum Microsoft partner. 

Við erum M7. 

24

Starfsmenn

7 ár

STARFANDI

133

ánægðir viðskiptavinir

Starfsmenn m7

Jafnlaunastefna M7 ehf.


Launajafnrétti


Laus störf og framgangur í starfi, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns. Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í störfum innan M7 ehf.


Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu óháð kyni. Tilhögun vinnutíma og sveigjanleiki í starfi skal gagnast starfsfólki til að njóta frítíma síns. Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn, vinnuaðstæður og fleiri slíka þætti.


Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki áreitni eða ofbeldi af kynbundnum eða kynferðislegum toga.

Unnið skal markvisst að því að skapa menningu innan M7 ehf. sem einkennist af virðingu.


Þátttaka í stjórnendastöðum

Unnið skal markvisst að því að jafna hlut kvenna og karla í stjórnendastöðum hjá M7 ehf. Við skipan í stjórnunarstöður skal þess gætt að kynjahlutfall sé sem jafnast.


Share by: