ÞÉR ERUÐ ALLIR VEGIR FÆRIR MEÐ POWER BI

Með Power BI frá Microsoft hefur þú aðgang að greiningarhugbúnaði fyrir öll fyrirtæki, samhæfðu Dynamics 365. Að hafa réttar upplýsingar á réttum tíma gerir vinnuna við greiningu á þróun viðskipta og tækifæra hraðari og auðveldari. Fyrirtæki sem hafa greiðan aðgang að upplýsingum fyrirtækisins og sjálfvirkar greiningar á verkferlum geta skapað sér verulegt samkeppnisforskot. Þegar stjórnendur og starfsmenn geta á fljótlegan hátt greint tækifæri og ógnanir og þar með gripið strax til aðgerða, er líklegra að fyrirtækið þitt sé samkeppninni  fremri á markaðinum.

FÆRÐU FYRIRTÆKJAGÖGNIN TIL LÍFSINS MEÐ MICROSOFT POWER BI

Power BI er öflug svíta af greiningartólum til að greina fyrirtækjagögn og deila fjölbreyttum sýnum á upplýsingunum. Svítan er hönnuð og nátengd öllu sem við kemur Microsoft Dynamics 365. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Nýttu þér reynslu okkar og staðlaðar lausnir til að taka Dynamics 365 vinnusvæðið á næsta stig með innbyggðu Power BI.

Hjá mörgum fyrirtækjum eru greiningar, skýrslugerð og hvers kyns upplýsingaöflun unnin sem aukaverkefni en M7 setur það í fararbrodd í öllum sínum ERP verkefnum.

Kostir

a
Power BI innbyggt í Dynamics 365

Nýttu þér að geta gert gagnvirkar skýrslur og rauntíma mælaborð samþætt Dynamics 365

a
Mælaborð fyrir alla notendur

Dynamics 365 býður upp á sértæk mælaborð, mismunandi eftir hlutverkum, til að auðvelda ákvarðanatöku

a
Gerðu glæsilegar skýrslum á sekúndum

Með Microsoft Power BI greinir þú fljótt það sem mestu skiptir máli og getur skoðað upplýsingarnar á hvaða tæki sem er

a
Betri og áreiðanlegri upplýsingagjöf

Með Power BI færðu betri og áreiðanlegri upplýsingagjöf sem getur skipt sköpum fyrir reksturinn í hröðu samfélagi.