AZURE

Microsoft Azure er þjónustusvíta sem hýst er í skýinu og hefur notið ört vaxandi vinsælda til að aðstoða fyrirtæki við að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum.

Einfalt að byggja upp, stjórna og veita aðgengi að þínum kerfum og eru skýjaþjónustur því hentugar til að mæta auknum kröfum fyrirtækja og neytenda.

Skýið er fyrir alla og er aðgengilegt stórum sem smáum fyrirtækjum.

FLOW & LOGIC APPS

Með Microsoft Flow getur þú búið til sjálfvirkt vinnuflæði milli Dynamics 365 forritanna til 200 annarra kerfa og fengið þar með sendar tilkynningar, safnað gögnum, samstillt skrár o.fl.

POWER APPS

Með Power Apps getur þú smíðað smáforrit (app) á nokkrum klukkustundum í stað margra mánaða. Smáforritið getur sótt gögn auðveldlega úr öllum áttum og keyrir á öllum stýrikerfum.

SAMÞÆTTINGAR

Þrátt fyrir að stöðluð útgáfa af Dynamics AX bjóði upp á margar samþættingar þá mæta þær ekki alltaf þörfum viðskiptavinarins. Hvort sem að þú ert að smíða tengingar til að sýna gögn úr öðru kerfi eða flókna samþættingu þar sem halda þarf tveimur kerfum samstilltum, þá hefur Dynamics AX verkfærin til að sækja og birta þau gögn sem þú þarft.