Lausnin fyrir þitt fyrirtæki

Dynamics AX auðveldar þér reksturinn og gefur þér nýja sýn á hvað viðskiptakerfi geta gert fyrir þig. Eitt kerfi, með einum gagnagrunni, getur uppfyllt þarfir þínar. Enginn tvíverknaður, engar samþættingar, aðeins eitt kerfi fyrir alla þína starfsemi.  Nýjustu útgáfur styðjast við skýjalausnir sem tryggja að þú ert alltaf með nýjustu útgáfu.

Af hverju að taka sénsinn á öðrum kerfum? Dynamics AX vex og dafnar með þér.

Söluferli

Gerðu söluferlið sjálfvirkara og bættu þjónustuna við viðskiptavini þína. Með Dynamics AX eykur þú eftirlit, framkvæmd og yfirsýn yfir innheimtu og lágmarkar um leið flutninga- og launakostnað. Fylgdu eftir pöntunum, reikningum og sendingum. Gefðu afslátt af tilteknum vörum eða hluta sendinga. Auktu hraðann í söluferlinu með ábendingum um vörur í pöntunum sem ekki eru til á lager og fáðu upp valmöguleika um vörur sem hægt væri að selja í staðinn.

Innkaupaferli

Byggðu upp varanleg viðskiptasambönd við birgjana þína með sjálfvirkum innkaupa- og samþykktarferlum og sveigjanlegum verðum. Minnkaðu kostnað og fyrirframgreiðslur, fáðu afslátt af flutningi, en umfram allt – stjórnaðu innkaupa- og móttökuferli þíns fyrirtækis.

Fjárhagur

Dynamics AX sameinar fjárhags- og rekstrarupplýsingar til að auðvelda þér að fá dýpri innsýn í sjóðstreymið og daglega sölu fyrirtækisins. Innbyggt í kerfið er Power BI vinnusvæði sem auðveldar þér að greina gögnin þín með aðeins einum smelli. Kerfið býður upp á öflugan vettvang fyrir fyrirtæki sem hafa skrifstofur á mörgum starfsstöðvum og er fært um að leysa jafnvel flóknustu aðstæður í viðskiptum.

Framleiðsla

Með Dynamics AX hefur þú ávallt aðgengi að rauntíma gögnum og getur þar með fylgst náið með framleiðsluferlum, stytt framleiðslutímann og mætt betur þörfum viðskiptavina þinna. Kerfið getur tekist á við flóknar framleiðsluþarfir með því að skilgreina og útbúa fyrirfram háþróuð framleiðsluferli og uppskriftir til að einfalda þér reksturinn.

Birgðastjórnun

Aukin yfirsýn getur skipt sköpum þegar kemur að birgðastjórnun. Nýttu þér þá möguleika sem Dynamics AX hefur upp á að bjóða. Með innbyggðum skýrslum og tilkynningum lætur kerfið þig vita nákvæmlega hvað og hvenær þú þarft að panta. Hægt er að aðlaga kerfið að rekstrinum til að mæta  ólíkum þörfum viðskiptavina þinna.

Dynamics AX aðstoðar þig við að spá fyrir um framboð og fyrirhugaðar pantanir. Aukin dreifing á vörum þínum um allan heim er gerð einfaldari með Dynamics AX.

Mannauður

Laðaðu að og viðhaltu topp starfsfólki með sérhönnuðu ráðningarferli, borgaðu viðeigandi laun og árangursmældu starfsfólk þitt. Dynamics AX býður þér upp á að borga laun sjálfvirkt, alltaf á réttum tíma. Með Dynamics AX gefst þér kostur að bjóða starfsfólki þínu upp á betri þjónustu á sama tíma og þú dregur úr auka kostnaði.

Skýrslur

Dynamics AX býður upp á öflug skýrslutól á boð við Microsoft Excel, SQL Reporting Services, Management Report og Power BI. Með staðlaðri útgáfu fylgir öflugur grunnur til að búa til skýrslur með yfir 400 Excel skýrslum. Hægt er að láta kerfið endurnýja gögn sjálfvirkt og fá með því aðgengi að rauntíma gögnum á auðveldan máta. Hagnýting í krafti SQL og Reporting Services býður upp á 300 töflur, myndir og skýrslur í gegnum Reporting Services. Hægt er að breyta og bæta við skýrslum eftir þörfum án framkvæmdaaðila.