Jafnlaunastefna M7 ehf.


Launajafnrétti


Laus störf og framgangur í starfi, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun


Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns. Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt er að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í störfum innan M7 ehf.


Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs


Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu óháð kyni. Tilhögun vinnutíma og sveigjanleiki í starfi skal gagnast starfsfólki til að njóta frítíma síns. Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn, vinnuaðstæður og fleiri slíka þætti.


Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni


Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki áreitni eða ofbeldi af kynbundnum eða kynferðislegum toga.
Unnið skal markvisst að því að skapa menningu innan M7 ehf. sem einkennist af virðingu.


Þátttaka í stjórnendastöðum


Unnið skal markvisst að því að jafna hlut kvenna og karla í stjórnendastöðum hjá M7 ehf. Við skipan í stjórnunarstöður skal þess gætt að kynjahlutfall sé sem jafnast.