Readynez námskeið fyrir D365

Meðal gilda M7 eru Framsækni og Hæfni. Við spyrjum okkur reglulega hvort við séum ekki örugglega að fylgja þeim viðmiðum og gildum sem við lögðum upp með. Starfsfólk M7 fer reglulega á námskeið og ráðstefnur til að viðhalda þekkingu sinni og bæta í þekkingarbrunninn öllu því nýjasta og flottasta sem bætist í Microsoft D365F&O hverju sinni.

 

Stór hópur frá M7 eyddi viku á námskeiði erlendis til að auka við okkar góðu þekkingu í Microsoft D365F&O og hefur verið að ljúka prófum því til staðfestingar með frábærum árangri. Við óskum þessum snillingum til hamingju með góðan árangur og stefnum á enn fleiri námskeið á næstunni til að auka enn á þekkingu okkar.