Blog Layout

M7 - þjónustur og tækifæri

9. apríl 2024

Innleiðingar

Með öflugu verkefnaskipulagi, sem byggir á Microsoft Sure Step aðferðafræðinni, getum við metið nákvæmlega þínar þarfir og þannig haldið utan um framgang verkefna. Fylgt er eftir að verkefnum sé lokið á skilvirkan hátt en allt ferlið er skjalað sem tryggir að engar kröfur falla í gegnum sprungurnar.


Endurbættir verkferlar

Innleiðingar geta verið flóknar og kostnaðarsamar. M7 hefur reynslu af því að koma inn í verkefni á öllum stigum, allt frá þarfagreiningu til eftirvinnslu verkefna. Oft fara innleiðingar ekki eins og áætlað var en sérfræðingar okkar koma verkefnunum á rétt skrið.


Uppfærslur

Okkar teymi af ráðgjöfum og forriturum hafa mikla reynslu af uppfærslum í öllum útgáfum af Dynamics AX, allt frá útgáfu 1.0 til Microsoft Dynamics AX 2012 R3 og nú nýjustu útgáfuna Dynamics 365 F&O. Sérfræðingar okkar gera þér tilboð í kóða og gagnauppfærslu, sérsniðið að þínum rekstri.


Vöruþróun

Við hjá M7 höfum reynslu af því að setja saman hæf teymi með fjölbreytta þekkingu sem sérhæfa sig í þróun fyrir allar útgáfur af Dynamics AX. Farið er ítarlega með þér í gegnum þínar þarfir og ferla til þess að tryggja að öllum kröfum sé mætt.


Þjónusta

M7 býður upp á ýmsar leiðir í þjónustu við sína viðskiptavini. Meðal annars er boðið upp á að vera með fasta viðveru í styttri eða lengri tíma eftir þörfum hvers fyrirtækis. Sérfræðingar M7 leggja mikið upp úr því að veita skjóta þjónustu, þar sem áhersla er lögð á að leysa verkefnin hratt og örugglega.


Hraðavandamál

Ef kerfið er ekki að vinna á fullri getu getur það orsakað hægagang og tafir í daglegum rekstri. Eftir að sérfræðingar okkar hafa gert greiningu á kerfinu mun það ekki aðeins keyra á sinni bestu getu heldur einnig auka frammstöðu og skilvirkni daglegra notenda.

10. apríl 2025
Nýjar íslenskar M7 lausnir í Dynamics D365 F&O og AX
Two robots are sitting on a conveyor belt in a warehouse.
28. mars 2025
Vélmenni vinna verkið
17. mars 2025
M7 og viðskiptavinir fara á ráðstefnu í maí 2025
A large blue and white ship is floating on top of a body of water.
24. febrúar 2025
Björgun innleiðir D365 F&O
A person is typing on a laptop computer.
11. desember 2024
M7 og Microsoft svara því hér í þessari grein
Two men are standing in front of a shelf with figurines on it.
12. nóvember 2024
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Viðurkenning 2021-2024
30. október 2024
Framúrskarandi fyrirtæki í rekstri 2024
A large warehouse filled with lots of boxes and pallets.
7. október 2024
Forritarnir okkar eru komnir á fullt í spennandi verkefni fyrir viðskiptavin sem ætlar að sjálfvirknivæða vöruhúsið hjá sér. Nota vélmenni og sjálfvirkar tínslur, til þess að spara pláss og auka hraðann á afgreiðslu til viðskiptavina sinna. Okkar fólk í M7 er að samþætta vöruhúsakerfið við AX-kerfið og tryggja gott flæði á milli þessara ólíku kerfa. Það er greinilega vaxandi áhugi á sjálfvirknivæðingu enda er margþættur sparnaður sem hlýst af slíku fyrirkomulagi. Vélmenni í vöruhúsum hafa í fjölda ára verið við störf í útlöndum. En nú er áhuginn að aukast á þessu á Íslandi. Ráðgjafar okkar eru alltaf til í spjall - viltu vélmannað vöruhús?
13. júní 2024
M7 hefur enn eitt árið verið í efstu sætum lista VR yfir Fyrirmyndarfyritæki og Fyrirtæki ársins. Á lista yfir öll fyrirtæki í könnun VR sem eru 211 er M7 í fjórða sæti. VR leggur upp með að meta ánægju starfsmanna í fyrirtækjunum sjálfum. Allir starfsmenn M7 svöruðu könnun VR í ár, 100% svörun hjá okkar fólki. M7 hefur frá stofnun gert sér far um að bjóða uppá framúrskarandi og eftirsóknarvert starfsumhverfi. Viðurkenning VR staðfestir þann metnað og vinnu sem M7 stendur fyrir í þessum efnum. Vinnustaðurinn er þó fyrst og síðast starfsfólkið sjálft og sú menning sem það skapar. Við erum afar stolt að hafa fengið þessa viðurkenningu.
Fleiri færslur
Share by: