Innleiðingar
Með öflugu verkefnaskipulagi, sem byggir á Microsoft Sure Step aðferðafræðinni, getum við metið nákvæmlega þínar þarfir og þannig haldið utan um framgang verkefna. Fylgt er eftir að verkefnum sé lokið á skilvirkan hátt en allt ferlið er skjalað sem tryggir að engar kröfur falla í gegnum sprungurnar.
Endurbættir verkferlar
Innleiðingar geta verið flóknar og kostnaðarsamar. M7 hefur reynslu af því að koma inn í verkefni á öllum stigum, allt frá þarfagreiningu til eftirvinnslu verkefna. Oft fara innleiðingar ekki eins og áætlað var en sérfræðingar okkar koma verkefnunum á rétt skrið.
Uppfærslur
Okkar teymi af ráðgjöfum og forriturum hafa mikla reynslu af uppfærslum í öllum útgáfum af Dynamics AX, allt frá útgáfu 1.0 til Microsoft Dynamics AX 2012 R3 og nú nýjustu útgáfuna Dynamics 365 F&O. Sérfræðingar okkar gera þér tilboð í kóða og gagnauppfærslu, sérsniðið að þínum rekstri.
Vöruþróun
Við hjá M7 höfum reynslu af því að setja saman hæf teymi með fjölbreytta þekkingu sem sérhæfa sig í þróun fyrir allar útgáfur af Dynamics AX. Farið er ítarlega með þér í gegnum þínar þarfir og ferla til þess að tryggja að öllum kröfum sé mætt.
Þjónusta
M7 býður upp á ýmsar leiðir í þjónustu við sína viðskiptavini. Meðal annars er boðið upp á að vera með fasta viðveru í styttri eða lengri tíma eftir þörfum hvers fyrirtækis. Sérfræðingar M7 leggja mikið upp úr því að veita skjóta þjónustu, þar sem áhersla er lögð á að leysa verkefnin hratt og örugglega.
Hraðavandamál
Ef kerfið er ekki að vinna á fullri getu getur það orsakað hægagang og tafir í daglegum rekstri. Eftir að sérfræðingar okkar hafa gert greiningu á kerfinu mun það ekki aðeins keyra á sinni bestu getu heldur einnig auka frammstöðu og skilvirkni daglegra notenda.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.
Takk fyrir að skrá þig á póstlista, við hlökkum til að senda þér spennandi efni!
Úps! Upp hefur komið villa, vinsamlegast reynið aftur.