Notendaráðstefna í Amsterdam 27.-29. mars

User Group ráðstefna

Við hjá M7, ráðgjafafyrirtæki, erum orðin mjög spennt fyrir User Group ráðstefnunni sem haldin verður í Amsterdam dagana 27.-29. mars nk..

Ráðstefnan er árleg og er haldin af samfélagi notenda Dynamics. Fjallað verður um allt milli himins og jarðar í öllum útgáfum Dynamics hugbúnaðarins s.s. Dynamics 365, Dynamics AX, CRM, Power BI og Power App lausna.

User Group ráðstefnan er frábær vettvangur til að hittast og ræða mikilvæg málefni er við koma þeim kerfum sem fyrirtækið þitt nýtir til að keyra viðskiptaferla sína. Á ráðstefnunni er farið yfir allar nýjustu uppfærslurnar og hvað þeim fylgir, auk þess sem gott er að kynna sér hvort að til staðar séu lausnir sem uppfylla þarfir þíns fyrirtækis.

Ef þú hefur áhuga á að fara á notendaráðstefnuna og hitta starfsfólk M7, ekki hika við að smella á myndina hér fyrir neðan og skrá þig.
Við hlökkum til að sjá sem flesta í Amsterdam.

Stærsti ávinningurinn af ráðstefnu eins og User Group eru þau varanlegu viðskiptasambönd sem myndast við að tengjast þínum jafningjum í notendahópi Dynamics hugbúnaðarins.
Auk þess er hægt að mynda persónulegar tengingar við hina ýmsu sérfræðinga Microsoft sem eru á staðnum og veita upplýsingar um flest öll þau málefni sem þitt fyrirtæki gæti verið að leita svörum að.

Smelltu á linkinn hér fyrir neðan til að koma með okkur til Amsterdam.