Dýnamísk gleði í vinnunni

Sumargleði M7

Hjá M7 er sköpunarkraftur starfsfólksins vel nýttur og erum við óhræddir við að bregða á leik við hin ýmsu tækifæri.

Á dögunum var haldin liðakeppni þar sem keppt var í ýmsum greinum m.a. Jenga, ofur skutlukeppni með frjálsri aðferð og Nerfbyssu hittni.

Það er óhætt að segja að keppt hafi verið drengilega en liðið Mexíkó bar sigur að hólmi í þetta skiptið.

 

Gleði er eitt af gildum M7

Eitt af gildum okkar er „gleði“ en hjá okkur starfar hópur af skapandi og hugmyndaríkum forriturum og ráðgjöfum.

Við leggjum áherslu á að starfsmönnum okkar líði vel í vinnunni því ánægðir starfsmenn vinna vinnuna sína vel, sem aftur leiðir af sér ánægða viðskiptavini.

 

Skilaboð frá Mexíkananum 

Enok er með mikilvæg skilaboð sem hann vill koma á framfæri:

„Hola amigos“, við minnum á að nýja númerið okkar er að sjálfsögðu virkt í júlí og hlökkum við til að heyra frá ykkur, sími: 552 3333.

 

Fylgið okkur á Facebook og LinkedIn en þar munum við setja inn fréttir af lífi og starfi.

 

Með kærri kveðju,
Starfsmenn M7